Nú þegar páskafrí alþingismanna er að ganga í garð hefur Birgir Þórarinsson Miðflokki enn forystuna í keppninni um ræðukóng Alþingis. Fats á hæla honum kemur Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins og í þriðja sæti er Björn Leví Gunnarsson Pírati.
Þegar staðan var tekin fyrir þingfundinn í gær hafði Birgir flutt 304 ræður og athugasemdir. Hann hafði talað í samtals 1.053 mínútur, eða rúmar 17 klukkustundir. Guðmundur Ingi hafði flutt 277 ræður/athugasemdir, samtals 936 mínútur, og Björn Leví 271 í samtals 902 mínútur.
Sá ráðherra sem mest hefur talað er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, eða í 763 mínútur. Þing kemur saman að nýju mánudaginn 12. apríl.