Röskva vann stórsigur

Röskva hefur haft meirihluta í Stúdentaráði síðastliðin fjögur ár.
Röskva hefur haft meirihluta í Stúdentaráði síðastliðin fjögur ár. mbl.is/Sigurður Bogi

Röskva – samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands vann stórsigur í kosningum til Stúdentaráðs sem lauk í dag. Röskva fékk kjörna 16 af 17 fulltrúum í ráðinu, en Vaka einn fulltrúa.

Röskva hefur haft meirihluta í Stúdentaráði síðustu fjögur ár, en í kosningunum í fyrra fékk hreyfingin 13 af 17 fulltrúum. Þá eru báðir fulltrúar stúdenta í Háskólaráði úr röðum Röskvu, en kosið er um þau á tveggja ára fresti, síðast í fyrra.

Kosningin fór fram á Uglu, innri vef Háskólans, dagana 24.-25. mars og var kjörsókn 26,5%.

Eftirtalin náðu kjöri:

Félagsvísindasvið:

  1. Rebekka Karlsdóttir (Röskva)
  2. Erna Lea Bergsteinsdóttir (Röskva)
  3. Stefán Kári Ottósson (Röskva)
  4. Ellen Geirsdóttir Håkansson (Vaka)
  5. Kjartan Ragnarsson (Röskva)

Heilbrigðisvísindasvið:

  1. Ingunn Rós Kristjánsdóttir (Röskva)
  2. Margrét Jóhannesdóttir (Röskva)
  3. Kristján Guðmundsson (Röskva) 

Hugvísindasvið:

  1. Jóna Gréta Hilmarsdóttir (Röskva)
  2. Anna María Björnsdóttir (Röskva)
  3. Sigurður Karl Pétursson (Röskva)

Menntavísindasvið:

  1. Rósa Halldórsdóttir (Röskva)
  2. Rannveig Klara Guðmundsdóttir (Röskva)
  3. Erlingur Sigvaldason (Röskva)

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:

  1. Ingvar Þóroddsson (Röskva)
  2. Inga Huld Ármann (Röskva)
  3. Helena Gylfadóttir (Röskva)

Í háskólaráði (kosin í fyrra til tveggja ára):
 
 1.  Isabel Alejandra Diaz forseti Stúdentaráðs (Röskva)
   2.  Jessý Jónsdóttir (Röskva)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert