Röskva – samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands vann stórsigur í kosningum til Stúdentaráðs sem lauk í dag. Röskva fékk kjörna 16 af 17 fulltrúum í ráðinu, en Vaka einn fulltrúa.
Röskva hefur haft meirihluta í Stúdentaráði síðustu fjögur ár, en í kosningunum í fyrra fékk hreyfingin 13 af 17 fulltrúum. Þá eru báðir fulltrúar stúdenta í Háskólaráði úr röðum Röskvu, en kosið er um þau á tveggja ára fresti, síðast í fyrra.
Kosningin fór fram á Uglu, innri vef Háskólans, dagana 24.-25. mars og var kjörsókn 26,5%.
Eftirtalin náðu kjöri:
Félagsvísindasvið:
Heilbrigðisvísindasvið:
Hugvísindasvið:
Menntavísindasvið:
Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
Í háskólaráði (kosin í fyrra til tveggja ára):
1. Isabel Alejandra Diaz forseti Stúdentaráðs (Röskva)
2. Jessý Jónsdóttir (Röskva)