Tóku hvarfakúta undan með vökvaklippum

Stórir flotar bílaleigubíla bíða verkefnalausir víða um Suðurnesin. Þjófar valda …
Stórir flotar bílaleigubíla bíða verkefnalausir víða um Suðurnesin. Þjófar valda bílaleigunum miklu tjóni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er afskaplega þungbært í þessu árferði,“ segir Hjörleifur Björnsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Icerrental 4x4 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrirtæki hans hefur ítrekað orðið fyrir miklu tjóni þegar hvarfakútar hafa verið teknir undan bílum þess. Nú síðast voru notaðar öflugar vökvaklippur til að klippa kútana undan nýjum bílum.

Nokkuð hefur verið um að hlutum hafi verið stolið af bílaleigubílum á geymslusvæðum á Suðurnesjum þar sem stórir flotar standa og bíða betri tíðar í ferðaþjónustunni. Í sumum tilvikum hafa bílar nánast verið strípaðir með því að tekin hafa verið ljós, útvörp, felgur og jafnvel bílatölvur.

Eitt stórtækasta innbrotið var á Ásbrú í haust þegar hvarfakútar voru teknir undan þrjátíu bílaleigubílum á svæði Icerrental 4x4, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa þjófnaði í Morgnblaðinu í dag.

Þjófarnir hafa ekki fundist, eftir því sem næst verður komist. Hvarfakútar eru mengunarvarnabúnaður og í þeim eru nokkrar gerðir eðalmálma sem talið er að þjófarnir hafi tekið úr og komið í verð erlendis. Hræ af kútum fundust síðar í fjöru á Kjalarnesi og telur Hjörleifur víst að þar á meðal hafi verið hlutir úr hans bílum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert