Vegna mikillar ásóknar í að skoða eldgosið í Geldingadölum úr lofti hefur verið sett tímabundið hámark á fjölda loftfara hverju sinni í öryggisskyni.
Hámarkið er átta loftför og miðast það við bestu sjónflugsskilyrði.
Athygli er vakin á því að hámarkið á við um allt Vestursvæðið svokallaða, ekki eingöngu svæði í næsta nágrenni gossins, að því er segir í tilkynningu.
Þegar flogið er í næsta nágrenni við eldstöðina þurfa flugmenn að tryggja sín á milli að fjöldi loftfara sé ekki meiri en svo að flugöryggi sé tryggt.
Sömuleiðis er bent á mikilvægi þess að huga vel að annarri umferð þegar flogið er inn og út úr svæðinu.