Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 14:03 vegna rannsóknar embættisins á manndrápi við Rauðagerði í síðasta mánuði.
Fulltrúar embættisins á fundinum verða Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs.
Upptöku frá fundinum má sjá hér fyrir neðan.