Bjarni Jónsson sækist eftir oddvitasæti

Bjarni Jónsson sækist eftir að leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi …
Bjarni Jónsson sækist eftir að leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sækist eftir að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta tilkynnti Bjarni á Facbook-síðu sinni í dag. 

Bjarni er forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra og er þróunarvistfræðingur og fiskifræðingur að mennt. 

Fyrir leiðir Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður lista Vinstri grænna í kjördæminu og er því ljóst að stefnir í oddvitaslag.

Sjá má tilkynningu Bjarna hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert