Dagur fagnar dómi Landsréttar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir að mál sem Reykja­vík Develop­ment tapaði í Lands­rétti í dag vegna Airbnb-íbúða sé al­gjört tíma­móta­mál. Dóm­ur­inn staðfesti rétt Reykja­vík­ur til að stýra skipu­lagi, þar á meðal hvar gistiþjón­usta megi vera.

„Reykja­vik hef­ur verið í nánu sam­starfi við aðrar ferðamanna­borg­ir á und­an­förn­um árum og hef­ur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rút­um og gist­ingu, í gegn­um skipu­lag. Þetta próf­mál hef­ur því um­tals­verða þýðingu, jafn­vel út fyr­ir land­stein­anna,“ skrif­ar Dag­ur á face­booksíðu sína.

Hann bæt­ir við að með þessu sé staðfest að borg­in megi grípa inn í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjón­ustu eða upp­bygg­ing tengd þeim sé kom­in úr hófi og far­in að hafa nei­kvæð áhrif á borg­ar­búa eða fjöl­breytni í borg­ar­líf­inu.

„Ég er sann­færður að í því fel­ist mik­il­væg­ir lang­tíma­hags­mun­ir fyr­ir okk­ur öll - líka ferðaþjón­ust­una - og styrk­ir Reykja­vík í að halda í sér­kenni borg­ar­inn­ar og dreifa álagi þegar ferðaþjón­ust­an tek­ur aft­ur við sér, öll­um í hag. Virki­leg mik­il­væg og ánægju­leg niðurstaða,“ skrif­ar borg­ar­stjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka