Ísland er áfram grænt á nýju korti Sóttvarnastofnunar Evrópu með skráð 15,10 smit á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tímabili. Ísland er eina landið í Evrópu með undir 100 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Hafa verður í huga að tölurnar eru fyrir viku 10 og 11, það er 8. til 21. mars.
Samkvæmt vefnum covid.is var nýgengi smita 9,3 innanlands í gær og 13,9 á landamærunum þannig að ljóst er að tölurnar verða hærri fyrir Ísland að viku liðinni.
Í Svíþjóð er staðan verst af Norðurlöndunum en þar eru smitin 597,10 talsins á hverja 100 þúsund íbúa. Í Noregi eru þau 223,55, 189,14 í Danmörku og 172,86 í Finnlandi.
Sóttvarnastofnun Evrópu heldur utan um fjölda smita í ríkjum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins og Bretland því ekki lengur talið með.
Flest eru smitin í Eistlandi eða 1.520,79, í Tékklandi eru þau 1.328,25 og 1.145,70 í Ungverjalandi.
Staðan í nokkrum ríkjum Evrópu: