Ekkert útivistarveður við gosstöðvarnar

Horft yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum.
Horft yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Takmarkað eða lítið skyggni er við gosstöðvarnar í Geldingadal og því alls ekkert útivistarveður þar. Gosmengun berst til suðurs af eldstöðvunum í dag líkt og í gær og því fyrri leiðin upp að eldgosinu ófær vegna gasmengunar. Lögreglan á Suðurnesjum lokaði svæðinu í gærkvöldi og er það enn lokað.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að þar er norðlæg átt, 13-18 m/s, snjókoma eða skafrenningur. Dregur heldur úr vindi og ofankomu eftir hádegi, lægir og léttir til í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá veðurathugunarstöð Veðurstofunnar við Fagradalsfjall er þar núna 21 metri á sekúndu og fer í 25 metra í hviðum. Sex stiga frost og áttin að norð-norð-vestan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert