Forsjármál til Mannréttindadómstólsins

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu. mbl.is/Þórður

Foreldrar sem sviptir voru forræði tveggja barna sinna hafa kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) og hefur dómstóllinn fallist á að taka mál þeirra til efnismeðferðar. Fréttablaðið greinir frá þessu á forsíðu blaðsins í dag.

Þar kemur fram að árið 2015 var faðirinn handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn börnunum tveimur. Í kjölfarið voru þau vistuð utan heimilisins. Þau sneru þó aftur heim síðar sama ár og bjuggu þar með móður sinni eftir að faðirinn flutti út af heimilinu. Svo fór þó að annað barnið var aftur tekið af heimilinu og hitt barnið stuttu síðar. Faðirinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum sínum árið 2017 en sýknaður af ákærunni í héraði síðar sama ár. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar.

Árið 2019 féllst héraðsdómur á kröfu barnaverndarnefndar og voru foreldrarnir báðir sviptir forræði yfir börnunum. Landsréttur sneri dóminum hins vegar við og dæmdi foreldrunum í vil. Hæstiréttur veitti hins vegar barnaverndarnefnd áfrýjunarleyfi sem sneri dómi Landsréttar aftur við og svipti foreldrana forsjánni í mars 2020.

Foreldrarnir kærðu málið til MDE hvort í sinni kærunni fyrir sína hönd og barnanna beggja. 

Hér er hægt að lesa frétt Fréttablaðsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert