Heppinn lottóspilari í Reykjanesbæ

Fyrsti vinningur í Eurojackpot gekk ekki út í þetta skiptið.
Fyrsti vinningur í Eurojackpot gekk ekki út í þetta skiptið.

Fyrsti vinningur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld. Í pottinum voru 3.549.599.830 krónur eða rúmlega þrír og hálfur milljarður. 

Fjórir hlutu annan vinning og unnu rúmar 77 milljónir hver. Þá hlutu þrír vinningshafa þriðja vinning upp á rúmar 36 milljónir hver. 

Enginn var með allar tölur réttar í Jókernum en einn var með fjórar réttar á Íslandi og vann 1,1 milljón króna. Miðinn var seldur í Mini Market í Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert