Allt of algengt er að konur hafi neikvæðar hugsanir um sjálfar sig og ekki síst á breytingaskeiðinu. Þetta er reynsla Kristbjargar Elínar Kristmundsdóttur sem er í viðtali við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálsþætti dagsins en Kristbjörg hefur unnið mikið með breytingaskeiðið í starfi sínu.
Hjúkrunarfræðingurinn Berglind Guðmundsdóttir er nýr þáttasttjórnandi í Dagmálsþáttum Morgunblaðsins sem í heild sinni eru aðgengilegir áskrifendum blaðsins en einnig er hægt að kaupa vikupassa sem veitir aðgang að þáttunum. Í fyrsta þættinum ræðir hún við Kristbjörgu sem meðal annars hefur verið jógakennari í 35 ár og haldið fyrirlestra um breytingaskeiðið sem hún segir að geti verið tækifæri til jákvæðra breytinga og stórkostlegrar upplifunar í lífi hverrar konu.
Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá stutt brot úr þættinum þar sem Kristbjörg ræðir um þá ímynd sem konur keppist gjarnan við að halda í við en eru algerlega óraunhæfar og geta verið skaðlegar.