„Hvaðan kemur þessi hugsun?“

00:00
00:00

Allt of al­gengt er að kon­ur hafi nei­kvæðar hugs­an­ir um sjálf­ar sig og ekki síst á breyt­inga­skeiðinu. Þetta er reynsla Krist­bjarg­ar El­ín­ar Krist­munds­dótt­ur sem er í viðtali við Berg­lindi Guðmunds­dótt­ur í Dag­málsþætti dags­ins en Krist­björg hef­ur unnið mikið með breyt­inga­skeiðið í starfi sínu.

Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn Berg­lind Guðmunds­dótt­ir er nýr þátt­ast­t­jórn­andi í Dag­málsþátt­um Morg­un­blaðsins sem í heild sinni eru aðgengi­leg­ir áskrif­end­um blaðsins en einnig er hægt að kaupa vikupassa sem veit­ir aðgang að þátt­un­um. Í fyrsta þætt­in­um ræðir hún við Krist­björgu sem meðal ann­ars hef­ur verið jóga­kenn­ari í 35 ár og haldið fyr­ir­lestra um breyt­inga­skeiðið sem hún seg­ir að geti verið tæki­færi til já­kvæðra breyt­inga og stór­kost­legr­ar upp­lif­un­ar í lífi hverr­ar konu.

Í mynd­skeiðinu hér að ofan má sjá stutt brot úr þætt­in­um þar sem Krist­björg ræðir um þá ímynd sem kon­ur kepp­ist gjarn­an við að halda í við en eru al­ger­lega óraun­hæf­ar og geta verið skaðleg­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert