Krefjast þess að Helgi verði áminntur

Samherji krefst þess að Helgi fjalli ekki frekar um málefni …
Samherji krefst þess að Helgi fjalli ekki frekar um málefni fyrirtækisins. mbl.is/Sigurður Bogi

Í ljósi niðurstöðu siðanefndar RÚV um að ummæli Helgi Seljan um Samherja feli í sér alvarlegt brot á siðareglum hefur fyrirtækið krafist þess að fréttamaðurinn verði áminntur fyrir brot í starfi.

Fram kom í umfjöllun RÚV um dóminn fyrr í dag að niðurstaðan hafi ekki áhrif á störf Helga. 

Samherji krefst þess einnig að hann fjalli ekki frekar um málefni fyrirtækisins á vettvangi RÚV og vinni ekki að slíkri umfjöllun í samstarfi við aðra, að því er segir á vef Samherja.

Þar kemur einnig fram að Ríkisútvarpið hafi verið dómari í eigin sök því tveir af þremur nefndarmönnum siðanefndarinnar séu skipaðir í Efstaleiti.

„Má nærri geta hversu hlutlaus niðurstaða slíkrar nefndar kann að vera. Engu að síður kemst nefndin að afdráttarlausri niðurstöðu um „alvarlegt brot“ Helga,“ segir á vefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert