Kynnti úrbætur vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Þrír létust í brunanum við Bræðraborgarstíg.
Þrír létust í brunanum við Bræðraborgarstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, kynnti á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un til­lög­ur Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) að úr­bót­um í bruna­vörn­um í íbúðum og öðru hús­næði þar sem fólk hef­ur bú­setu sem unn­ar voru í sam­ráði við hagaðila. Hann fól HMS að koma með til­lög­ur að úr­bót­um í mála­flokkn­um vegna brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg í júní í fyrra, þar sem þrír lét­ust. Þetta er til­kynnt á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lög­heim­il­is­skrán­ing­ar end­ur­skoðaðar

Til­lög­ur HMS kveða meðal ann­ars á um að íbúðar­hús­næði verði ekki tekið í notk­un nema fari fram ör­ygg­is­út­tekt, fyr­ir eða sam­hliða loka­út­tekt, og að skil­greind­ar verði sér­stak­ar stöðuskoðanir bygg­ing­ar­full­trúa og slökkviliðs vegna bruna­varna í op­in­beru bygg­inga­eft­ir­liti.

Heim­ild­ir fjölda­skrán­ing­ar lög­heim­il­is í íbúðar­hús­næði verða end­ur­skoðaðar ásamt því að skrán­ing­ar­skylda leigu­samn­inga verður lög­fest og mis­mun­andi teg­und­ir út­leigu skil­greind­ar.

 „Það er slá­andi að sjá hversu marg­ir búa í óör­uggu hús­næði á Íslandi og það er mik­il­vægt að við bæt­um yf­ir­sýn­ina og skýr­um reglu­verkið. Í kjöl­farið á brun­an­um á Bræðra­borg­ar­stíg þá óskaði ég sér­stak­lega eft­ir því við Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un að þau ynnu heil­stæðar til­lög­ur sem hjálpuðu okk­ur að ná utan um þessi mál. Þær til­lög­ur hef ég nú kynnt í rík­is­stjórn og mun fylgja þeim fast á eft­ir og koma til fram­kvæmda á því þingi sem nú stend­ur yfir,” er haft eft­ir Ásmundi Ein­ari í til­kynn­ingu.

Til­lög­ur HMS í heild sinni má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert