Ofsaakstur til barnaverndar

mbl.is/Eggert

Lögreglan stöðvaði för 17 ára ökumanns um tíuleytið í gærkvöldi en viðkomandi ók á 123 km raða í Austurbænum (hverfi 105). Heimilt er að aka á 80 km/klst. á þessum slóðum. Ökumaðurinn viðurkenndi brotið og verður málið kynnt forráðamönnum og barnavernd.

Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn í miðborginni (hverfi 101) í gærkvöldi. Maðurinn er grunaður um eignaspjöll og vörslu fíkniefna. Hann er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Í nótt stöðvaði lögreglan bifreið í Árbænum (hverfi 110) eftir að henni var ekið mót einstefnu. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda, þ.e. sviptur ökuréttindum.

Á þriðja tímanum í nótt var ökumaður stöðvaður í Vesturbænum (hverfi 107) sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og um svipað leyti voru höfð afskipti af manni í hverfi 101 vegna vörslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert