Þreifingar eru hafnar varðandi kaup á bóluefni utan við bóluefnasamstarfið við Evrópusambandið. Heilbrigðisráðuneytið fer með málið og er Spútnik V til sérstakrar skoðunar.
Þetta hefur RÚV eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem segir að viðskiptabann gagnvart Rússlandi sem Ísland tekur þátt í ætti ekki að hafa áhrif á viðræðurnar.
Katrín segir að bólusetningaráætlun stjornvalda hafi staðist nokkuð vel fyrir utan þær tafir sem urðu vegna tafa í framleiðslu og afhendingu hjá AstraZeneca. Það sé mikilvægt hvernig afhendingaáætlun Janssen muni líta út.
Á Norðurlöndunum séu hlutfallfallslega flestir fullbólusettir á Íslandi og í Danmörku og því stöndum við nokkuð vel.