Reisa tjaldbúðir við gosið

Nótt­in var ró­leg á gossvæðinu enda svæðið lokað vegna veðurs.
Nótt­in var ró­leg á gossvæðinu enda svæðið lokað vegna veðurs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitarmenn í Grindavík vinna að því í dag að reisa tjaldbúðir skammt frá gosstað í Geldingadölum í Fagradalsfjalli, þar sem viðbragðsaðilar geta haft aðstöðu uppi á fjalli.

Veður eru válynd um helgina. Á morgun er appelsínugul viðvörun í gildi á Reykjanesskaga, sem þýðir að mjög hættusamt er að vera á ferð. Björgunarsveitin hefur haft í nógu að snúast alveg síðan eldgosið hófst fyrir tæpri viku síðan. 

Otti Rafn Sigmarsson björgunarsveitarmaður fyrir miðju.
Otti Rafn Sigmarsson björgunarsveitarmaður fyrir miðju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Otti Rafn Sigmarsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík  segir að ástandið í kórónuveirufaraldrinum geri allar aðstæður erfiðari á fjallinu. Tjaldbúðir fyrir björgunarsveitarmenn séu hugsaðar til að þurfa ekki að ferðast langar vegalengdir með jafnvel slasað fólk og geta sinnt smærri verkefnum á staðnum.

Nótt­in var ró­leg á gossvæðinu enda svæðið lokað vegna veðurs. Tak­markað eða lítið skyggni var við gosstöðvarn­ar og því alls ekk­ert úti­vist­ar­veður. Björg­un­ar­sveit­ir sneru ein­um manni við um eitt í nótt en sá ætlaði inn á svæðið þrátt fyr­ir lok­un.

Eldgosið í Geldingadölum hófst fyrir viku.
Eldgosið í Geldingadölum hófst fyrir viku. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert