Gasmengun leggur yfir Grindavík um þrjú leytið í nótt samkvæmt brennisteinsmengunarspá Veðurstofu Íslands. Gildi brennisteins verða þó samkvæmt spánni ekki mjög há.
Veðurstofan spáir að vindur snúist í hæga austanátt í kvöld og að létti til og kólni talsvert á gosstöðvum. Gosmengun berst því til vesturs í kvöld.
Nýja gasmengunarspá Veðurstofu Íslands má nú nálgast á vef veðurstofunnar vedur.is. Sérstakan flipa má nú finna á vefsins undir heitinu Virkni á Reykjanesskaga þar sem nálgast má textaspá fyrir gasmengun, spálíkan sem sýnir brennisteinsmengun í byggð og mikilvæg skilaboð fyrir þau sem ætla að heimsækja gosstöðvar.