Tíu milljónir í framkvæmdir við gossvæðið

Fólk fylgist með eldgosinu í Geldingadal í Fagradalsfjalli.
Fólk fylgist með eldgosinu í Geldingadal í Fagradalsfjalli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra hef­ur ákveðið að Fram­kvæmda­sjóður ferðamannastaða leggi allt að 10 millj­ón­ir kr til að bæta aðgengi fyr­ir þá sem vilja skoða eld­gosið í Geld­inga­döl­um. Þetta er til­kynnt á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Útbú­in hef­ur verið gróf áætl­un í sam­vinnu við Grinda­vík­ur­bæ um það sem til stend­ur að gera. Göngu­leið hef­ur nú verið stikuð en ráðgert er að farið verði í ým­iss önn­ur verk­efni eins og að út­búa púða fyr­ir aðstöðusköp­un ásamt sal­ern­isaðstöðu, bíla­stæði, skilti og merk­ing­ar, frá­gang­ur á slóðum utan Suður­strand­ar­veg­ar.

Styrk­ur­inn er veitt­ur til Grinda­vík­ur­bæj­ar en sveit­ar­fé­lagið mun halda utan um þær fram­kvæmd­ir sem til stend­ur að gera.

Fram­kvæmda­sjóður ferðamannastaða styrk­ir fram­kvæmd­ir á ferðamanna­stöðum og ferðamanna­leiðum í eigu eða um­sjón sveit­ar­fé­laga og einkaaðila. Heim­ilt er að fjár­magna fram­kvæmd­ir sem snúa að ör­yggi ferðamanna, nátt­úru­vernd og upp­bygg­ingu, viðhaldi og vernd mann­virkja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert