Um 200 í sóttkví í Öldutúnsskóla

Öldutúnsskóli, mynd úr safni.
Öldutúnsskóli, mynd úr safni. Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson

Um 200 manns eru komn­ir í úr­vinnslu­sótt­kví eft­ir að smit greind­ist hjá nem­anda á ung­linga­stigi í Öldu­túns­skóla í Hafnar­f­irði. All­ir 180 nem­end­ur 8.-10. bekkj­ar eru í sótt­kví á meðan beðið er eft­ir frek­ari fyr­ir­mæl­um frá smitrakn­ing­ar­t­eymi al­manna­varna.

Nem­andinn sem greind­ist með Covid-19 var í skól­an­um á þriðju­dag­inn en var kom­inn í sótt­kví á miðviku­dag­inn, þannig að vinn­an bein­ist að því að kanna hverj­ir hafi verið ber­skjaldaðir fyr­ir smiti á þriðju­dag­inn, að sögn Valdi­mars Víðis­son­ar skóla­stjóra.

Kem­ur ekki á óvart

„Þetta kem­ur ekki á óvart held­ur átt­um við al­veg von á því að þetta gæti orðið raun­in miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem við feng­um fyrr í vik­unni. Stofn­un­in hef­ur tek­ist á við þetta af ákveðinni yf­ir­veg­un og festu og unnið þetta fag­lega að mínu mati,“ seg­ir Valdi­mar í sam­tali við mbl.is.

Þetta er í þriðja sinn sem smit grein­ast inn­an veggja skól­ans frá því far­ald­ur­inn hófst en aldrei hafa eins marg­ir farið í sótt­kví og nú þegar þriðjung­ur nem­enda hef­ur þurft að sæta því úrræði. Valdi­mar von­ast til þess að henni verði aflétt hjá mörg­um eft­ir að rakn­ing­ar­t­eymið hef­ur unnið úr mál­inu.

Þess­ar ráðstaf­an­ir hafa ekki af­ger­andi áhrif á skóla­starfið enda all­ir þegar heima vegna hertra sótt­varn­aráðstaf­ana sem tóku gildi í gær. Breska af­brigðið hef­ur skotið sér niður í nokkr­um skól­um á höfuðborg­ar­svæðinu og auk­in smit­hætta af því er á meðal ástæða sótt­varna­yf­ir­valda fyr­ir þeim ströngu tak­mörk­un­um sem nú gilda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert