Veruleg áhætta á peningaþvætti í útgáfu rafeyris

Uppfært áhættumat ríkislögreglustjóra hefur verið gefið út.
Uppfært áhættumat ríkislögreglustjóra hefur verið gefið út. mbl.is/Árni Sæberg

Áhætta af fjármögnun hryðjuverka vegna flutnings fjármuna úr landi er talin vera miðlungs og samsvarandi áhætta vegna starfsemi almannaheillafélaga er talin vera lítil. Þetta kemur fram í nýju áhættumati ríkislögreglustjóra fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Um er að ræða uppfært áhættumat frá árinu 2019 og felur það í sér heildstæða greiningu á fyrirliggjandi áhættu af peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á þeim mörkuðum og starfsemi sem helst er talið að geti verið útsett fyrir slíkri áhættu.

Var það unnið samkvæmt aðferðafræði sem byggt er á í leiðbeiningum alþjóðlega aðgerðahópsins Finincial Action Task Force (FATF).

Mikil og veruleg áhætta

Áhætta vegna peningaþvættis taldist vera mikil þegar kemur að skattsvikum sem frumbrotum peningaþvættis, flutningi reiðufjár til og frá landinu, reiðufjárviðskiptum, einkahlutafélögum, peningasendingum, söfnunarkössum og happdrættisvélum.

Hún taldist veruleg þegar kemur að háum peningaseðlum í umferð, almennum félögum og félagasamtökum, trú- og lífsskoðunarfélögum, innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, útgáfu rafeyris, gjaldeyrisskiptum og svo starfsemi lögmanna, endurskoðenda, fasteignasala og bifreiðaumboða og bifreiðasala.

Áhættan var talin miðlungs í starfsemi hlutafélaga, sjálfseignarstofnana og samlagsfélaga, starfsemi annarra almannaheillafélaga, raunverulegs eiganda, útlánastarfsemi, sýndarfjár, rekstri sjóða, viðskiptum og þjónustu með fjármálagerninga, starfsemi bókara, starfsemi getrauna, eðalmálma og -steina og kerfiskennitölu.

Lítil áhætta var talin stafa af starfsemi annarra félaga, lífeyrissjóða, líftryggingastarfsemi, skipasala, happdrætti, lottó og fjárhættuspils á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert