Dregur úr notkun ópíóíða

Fjallað er um þróun í notkun ópíóíða hérlendis síðustu ár …
Fjallað er um þróun í notkun ópíóíða hérlendis síðustu ár í Talnabrunni. AFP

Þrátt fyrir minni notkun á ópíóíðum í heild á síðasta ári, miðað við afgreiddar ávísanir, er eftirtektarverð hin mikla fjölgun sem varð á þeim fjölda einstaklinga í elstu aldurshópunum sem leysti út lyf sem innihalda oxýkódón árið 2020.

Frá þessu segir í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis. „Möguleg skýring á þessari aukningu gæti verið lengri biðtími eftir skurðaðgerðum sem tilkominn er vegna áhrifa heimsfaraldurs af völdum Covid-19. Þá virðist hugsanlegt að fjölgun þeirra sem fá ávísað oxýkódóni haldist í hendur við fækkun þeirra sem fá ávísað tramadóli,“ segir þar.

Þar er m.a. fjallað um þróun í notkun ópíóíða. Ópíóíðar eru aðallega notaðir til verkjastillingar við miklum eða í meðallagi miklum verkjum. Til ópíóíða teljast meðal annars kódeín, morfín, fentanýl, tramadól og oxýkódón. Ópíóíðar falla í flokk ávana- og fíknilyfja en langtímanotkun þeirra getur valdið því að notandinn verður háður lyfjunum vegna vanabindingar eða líkamlegrar fíknar, segir í Talnabrunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert