Stytting vaktavinnu flókin

Þórarinn Eyfjörð.
Þórarinn Eyfjörð.

Útfærsla á styttingu vaktavinnu fólks sem starfar hjá ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélögunum er stóra viðfangsefnið þessa dagana á vettvangi Sameykis – stéttarfélags í almannaþjónustu, að sögn Þórarins Eyfjörð sem var kjörinn formaður félagsins nú í vikunni.

Þórarinn tekur við keflinu af Árna Stefáni Jónssyni, sem lét af formennsku, rétt eins og Garðar Hilmarsson, starfandi varaformaður, sem sömuleiðis er hættur.

Þórarinn Eyfjörð hefur starfað að verkalýðsmálum í 15 ár, fyrst sem framkvæmdastjóri hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu og síðast sem framkvæmdastjóri kjara- og reksturs hjá Sameyki. Árið 2001 til 2006 var Þórarinn framkvæmdastjóri hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt. Í janúar sl. lauk Þórarinn meistaranámi við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu og fjallaði um kynbundinn launamun og hve hægt gangi að uppræta hann.

„Stytting á vinnutíma dagvinnufólks tók gildi um síðustu áramót,“ segir Þórarinn í Morgunblaðinu í dag. „Vinnan sem því fylgdi gekk nokkuð vel og allir voru að reyna að ganga í sama takti. Útfærsla á styttingu vaktavinnutíma er flóknara mál sem tekur langan tíma að koma í gegn. Álitaefnin eru mörg og á vinnustöðum þarf að útfæra vaktavinnukerfin að nýjum vinnutíma og markmiðum. Allir eru þó sammála um meginmarkmiðið sem er að skapa betra jafnvægi milli starfs og fjölskyldulífs – og bæta skilyrði starfsfólks og skjólstæðinga hvað varðar öryggi og heilsu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert