Vara við ferðum á gossvæðið seinnipartinn

Fjöldi fólks hefur skoðað eldgosið undanfarna daga.
Fjöldi fólks hefur skoðað eldgosið undanfarna daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fólk er nú þegar komið á gossvæðið í Geldingadölum eins og sést á vefmyndavélum. Veður virðist vera þokkalegt á svæðinu núna en gasmökkinn leggur til suðurs. Veðurstofan varar fólk við því að fara þangað seinnipartinn í dag vegna slæmrar veðurspár.

Þetta segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hún segir mikilvægt fyrir fólk að vera réttum megin við eldgosið til að fá ekki gasmökkinn yfir sig, auk þess sem best er að vera ekki ofan í dældum.

Spáð er austanhvassviðri seinnipartinn í dag og hugsanlega snjókomu, að sögn Sigþrúðar, en gul viðvörun verður í gildi á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert