Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Hvolsvallar og Víkur vegna slæmra veðurskilyrða. Ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi lokunin mun vara. Einnig er lokað milli Víkur og Markarfljóts.
Ekkert ferðaveður er á þessum slóðum segir í facebookfærslu lögreglunnar á Suðurlandi. Þeim sem hyggja á ferðalag um þennan vegkafla er bent á að fylgjast með upplýsingum um færð og veður á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Varað hefur verið við slæmu veðri á nánast öllu landinu en appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi og verða til miðnættis á sunnudag.
Öræfasveit: Vegurinn á milli Gígjukvíslar og Jökulsárlón er lokaður vegna veðurs. #færðin #lokað
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 27, 2021
Suðurland: Vegurinn á milli Víkur og Markarfljót er lokaður vegna veðurs. #færðin #lokað
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 27, 2021
Vestfirðir: Ófært er í Trostansfirði, Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp. Ásþungi er takmarkaður við 2 tonn frá Dynjandisheiði og niður í Trostansfjörð og einnig norður í Árneshrepp. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 27, 2021
#Veður: Um allt vestanvert landið verður skafrenningskóf og blint samfara A-storminum sem spáð er. Versnar mjög upp úr hádegi og stendur til kvölds. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður sem nær hámarki síðdegis. 23-30 m/s og hviður allt að 60 m/s. #færðin pic.twitter.com/1iTByAcnmF
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 27, 2021
Suðurlandsvegur er nú lokaður milli Hvolsvallar og Víkur. Ekkert ferðaveður er á þessum slóðum. Það liggur ekki ljóst...
Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, 27 March 2021