Vegum lokað víða – ekkert ferðaveður

Myndin sýnir færð á vegum á Suðurlandi.
Myndin sýnir færð á vegum á Suðurlandi. Skjáskot/Vegagerðin

Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Hvolsvallar og Víkur vegna slæmra veðurskilyrða. Ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi lokunin mun vara. Einnig er lokað milli Víkur og Markarfljóts.

Ekkert ferðaveður er á þessum slóðum segir í facebookfærslu lögreglunnar á Suðurlandi. Þeim sem hyggja á ferðalag um þennan vegkafla er bent á að fylgjast með upplýsingum um færð og veður á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Varað hefur verið við slæmu veðri á nánast öllu landinu en appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi og verða til miðnættis á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert