Bíll fauk á hliðina í vonskuveðri á Patreksfirði í gærkvöldi.
Enginn var í bílnum þegar hann fauk, að því er RÚV greindi frá.
Appelsínugul viðvörun hefur verið í gildi á Vestfjörðum en eftir klukkan 8 verður hún gul. Þar er varað við slæmum akstursskilyrðum.