„Gjörsamlega út í hött“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, gagn­rýndi í þætt­in­um Sprengisandi áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að fara eft­ir litakóðun­ar­kerfi við mót­töku fólks á landa­mær­un­um.

Spurður hvort hon­um fynd­ist vit í til­lögu um að lita­merkja svæði eða þjóðir sagði hann að hún væri „ein­hvers staðar á milli þess að vera fá­rán­leg, hlægi­leg og glæp­sam­leg“ og sagði hana „gjör­sam­lega út í hött“.

Hann sagði rík­is­stjórn­ina hafa staðið sig mjög vel í far­aldr­in­um og farið að ráðum sótt­varna­yf­ir­valda. Þessi til­laga, sem ekki væri kom­in frá sótt­varna­yf­ir­völd­um, hafi aft­ur á móti byggst á ósk­hyggju og sagðist hann hand­viss um að við mun­um ekki fara eft­ir þess­ari til­lögu. „Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimsku­legt,“ sagði hann.

Eiga frek­ar að gagn­rýna ESB

Hann sagði að hinir ýmsu rit­stjór­ar, blaðamenn og stjórn­mála­menn hafi haldið því fram að rík­is­stjórn­in hafi staðið sig illa í að út­vega bólu­efni. „Ég held að hún hafi gert ná­kvæm­lega það sem hún átti að gera,“ sagði Kári og átti þar við sam­flot með Norður­lönd­un­um sem ákváðu að vera í sam­starfi með ESB.

„Ef menn ætla að gagn­rýna þetta eiga menn að gagn­rýna Evr­ópu­sam­bandið,“ sagði hann og nefndi að miðað við mark­mið þess við að út­vega bólu­efni hafi út­kom­an verið klaufa­leg.

„Þegar á heild­ina er litið höf­um við staðið okk­ur mjög vel,“ bætti hann við og nefndi þar til sög­unn­ar heil­brigðisþjón­ust­una, sótt­varna­yf­ir­völd og fólkið í land­inu.

Kári sagðist vona að bylgj­an sem núna hef­ur verið í gangi sé búin og að mik­il­vægt sé í fram­hald­inu að hlúa vel að landa­mær­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert