Gossvæðið hefur verið opnað

Búist má við því að fjöldi fólk skoði eldgosið í …
Búist má við því að fjöldi fólk skoði eldgosið í dag enda veður gott, þótt kalt sé. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákveðið hef­ur verið að opna fyr­ir um­ferð um Suður­strand­ar­veg­inn. Lög­regl­an á Suður­nesj­um hvet­ur og ít­rek­ar fyr­ir þeim sem ætla að skoða eld­gosið að vera vel klædd og vel skóuð.

„Veðrið er bjart og fal­legt en þó er mjög kalt þarna upp frá. Eigið góðan dag og farið var­lega,“ seg­ir á face­booksíðu lög­regl­unn­ar.

Veður­spá Veður­stof­unn­ar:

„Í dag er út­lit fyr­ir hæga suðlæga eða breyti­lega átt fram eft­ir degi með élj­um og því má bú­ast við að gas safn­ist sam­an í Geld­inga­döl­um. Upp úr kaffi snýst í ákveðna norðlæga átt og gasið fer til suðurs.“

Á morg­un er spáð norðan 10-15 m/​s og þurru veðri, en norðaust­an 5-10 m/​s verða annað kvöld og á þriðju­dag. Gas­dreif­ing verður til suðurs og síðar suðvest­urs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka