Gul viðvörun á Vestfjörðum í dag

Frost verður á bilinu 0 til 5 stig.
Frost verður á bilinu 0 til 5 stig. Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Breiðafirði og Vestfjörðum og gildir hún til klukkan 8.

Gul viðvörun  er í dag vegna veðurs á Vestfjörðum og gildir hún til miðnættis. Þar er varað við slæmum akstursskilyrðum.

Veðurstofan spáir norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu og snjókomu norðvestan til á landinu.

Hægari suðlæg eða breytileg átt verður í öðrum landshlutum og él á víð og dreif, en úrkomulítið á Austurlandi.

Frost verður á bilinu 0 til 5 stig, en frostlaust við suður- og austurströndina. Snýst í norðan 8-15 m/s í kvöld og nótt, fyrst vestan til. Él og skafrenningur norðan til en léttskýjað sunnanlands. Herðir heldur á frosti.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert