Hættuástandi var lýst yfir vegna flugvélar

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugvél sem var nýfarin á loft frá Keflavíkurflugvelli í morgun lýsti yfir hættuástandi en skömmu síðar var það dregið til baka.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan 6.30 en útkallið var afturkallað um 20 mínútum seinna.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu voru nokkrir einstaklingar um borð en hann hafði ekki frekari upplýsingar um atvikið.

Uppfært kl. 7.35:

Að sögn varðstjóra hjá brunavörnum Suðurnesja var lýst yfir hættustigi en ekki neyðarástandi í morgun vegna vélarinnar, eins og upphaflega kom fram í fréttinni.

Níu menn voru um borð og var flugvélin nýfarin á loft frá Keflavíkurflugvelli þegar hættuástandinu var lýst yfir. Flugvélin mun enn vera á flugi.

Tveir sjúkrabílar voru sendir á Keflavíkurflugvöll en þeir voru afturkallaðir skömmu síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert