Margar tilkynningar bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um fok í gærkvöldi vegna vonskuveðurs, meðal annars vegna kamars sem var að fjúka á byggingarsvæði í Kópavogi.
Einnig fuku plötur frá byggingarsvæði í miðbæ Reykjavíkur, frauðplastsplötur frá byggingarsvæði í Kópavogi, þakplötur af nýbyggingu í miðbæ Reykjavíkur, auk þess sem girðing við djúpan skurð hjá nýbyggingu í hverfi 108 fauk á hliðina.
Einnig fuku plötur á bifreið í hverfi 105 og urðu einhverjar skemmdir á bílnum.
Þakplötur fuku frá nýbyggingu í Hafnarfirði og skjólveggur, 12 metra langur, frá húsi í Grafarvogi en björgunarsveitir voru kallaðar þangað til aðstoðar, ásamt slökkviliðinu.
Byggingarefni fauk líka frá nýbyggingu í miðbæ Reykjavíkur.