Margir á ferli þrátt fyrir lokaðan veg

Margir lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag.
Margir lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Margt fólk er enn á ferli nálægt gosstöðvunum í Geldingadölum, en lögregla ákvað að loka fyr­ir um­ferð um Suður­strand­ar­veg klukkan 21 í kvöld.

„Það enn þá mikil traffík hérna,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, en hann var í Geldingadölum þegar blaðamaður náði af honum tali.

„Veðrið hefur versnað núna síðasta klukkutímann, það er hríð og éljagangur. Svo það er orðið mjög varhugavert að fara gönguleiðina.“

Rýming hefst á miðnætti

Davíð segir veginum hafa verið lokað til að auðvelda fólki sem þegar er á svæðinu að komast þaðan burt. Rýming á gosstöðvunum hefst á miðnætti, bæði vegna veðurs og til að hvíla þá viðbragsðaðila sem hafa vaktað svæðið síðan eldgos hófst. 

„Ég held að það verði opið hér á morgun, ef veður leyfir,“ segir Davíð aðspurður.

Því er ljóst að björgunarsveitarmenn fá ekki langt frí frá eldgosavaktinni.

Við myndum þá vera mætt hér strax aftur í fyrramálið.“

Mæðgurnar Nína Sif Pétursdóttir og Dagný Día Pétursdóttir.
Mæðgurnar Nína Sif Pétursdóttir og Dagný Día Pétursdóttir. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Hjálmtýr og Emil Týr mættu á hjólunum sínum.
Hjálmtýr og Emil Týr mættu á hjólunum sínum. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Björgunarsveitir passa að gosóðir slasi sig ekki.
Björgunarsveitir passa að gosóðir slasi sig ekki. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Varlega.
Varlega. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Bílastæðið fylltist og Suðurstrandavegi var lokað tímabundið í dag.
Bílastæðið fylltist og Suðurstrandavegi var lokað tímabundið í dag. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Veðrið var gott framan af degi.
Veðrið var gott framan af degi. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Stúlka sem starir á hraunpoll.
Stúlka sem starir á hraunpoll. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Gangan að gosinu er erfið á köflum.
Gangan að gosinu er erfið á köflum. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert