Reykur kom upp í P-8-kafbátaeftirlitsflugvél

Boeing P-8 Poseidon-vél sem er sérútbúin til að leita að …
Boeing P-8 Poseidon-vél sem er sérútbúin til að leita að kafbátum. Ljósmynd/Boeing

Reykur kom upp í P-8-kafbátaeftirlitsflugvél (Boeing P-8 Poseidon) á vegum bandaríska sjóhersins. Hún lenti á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. 

Hættu­stigi var lýst yfir vegna vélarinnar, það var skömmu síðar dregið til baka. 

Níu menn voru um borð og var flug­vél­in ný­tekin á loft frá Kefla­vík­ur­flug­velli þegar hættu­ástand­inu var lýst yfir. Flug­vél­in lenti um klukkustund síðar eftir að hafa hringsólað til að brenna eldsneyti.

Tveir sjúkra­bíl­ar voru send­ir á Kefla­vík­ur­flug­völl en þeir voru aft­ur­kallaðir skömmu síðar.

Að sögn Ásgeirs eru að jafnaði tvær kafbátaeftirlitsflugvélar á vegum bandaríska sjóhersins staðsettar hér á landi til þess að sinna kafbátaeftirliti.

„Það er til skoðunar hvað það var sem þarna gerðist,“ segir Ásgeir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert