Skoða að gera þriðju gönguleiðina

Gasmengun hefur gert það að verkum að nokkrar gönguleiðir þurfi …
Gasmengun hefur gert það að verkum að nokkrar gönguleiðir þurfi að vera í boði á gossvæðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staðan á svæðinu er bara mjög góð. Það dríf­ur fólk að og við erum búin að koma upp bíla­stæðum þar sem um­ferðinni er stýrt,“ seg­ir Gunn­ar Schram, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, um stöðuna á gossvæðinu í dag. 

Hann seg­ir veðuraðstæður mjög góðar í augna­blik­inu og viðra vel til göngu­ferðar. Hann minn­ir þó á að það geti verið ein­hver hálka á göngu­leiðum. „Bara þessi venju­legi aðbúnaður sem fólk þarf að muna eft­ir.“

Gunn­ar seg­ir að mik­il­vægt sé í dag að halda sig aðeins uppi í hlíðum dals­ins, vera vind­meg­in ef ein­hver vind­ur er og forðast lægðir eða dæld­ir þar sem gas get­ur safn­ast. 

„Við erum að stýra fólki inn á þær leiðir sem við telj­um ör­ugg­ast­ar hverju sinni gagn­vart vindi og gasi. Það er alltaf út­gangspunkt­ur­inn en svo erum við oft með breyti­lega vindátt. Það er í skoðun að gera þriðju göngu­leiðina.“

Sem fyrr minn­ir aðgerðastjórn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um fólk á að vera vel út­búið til vetr­ar­ferða, vel skóað, helst með hálku­brodda, og vel klætt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka