Skoða þarf hvort dregið hafi úr virkni

Elgosið í Geldingadölum rétt í þessu. Svo virðist sem virkni …
Elgosið í Geldingadölum rétt í þessu. Svo virðist sem virkni fari minnkandi. Skjáskot

„Við fyrstu sýn virðist eins og það hafi dregið lítillega úr virkni eldgossins í nótt, en við sjáum að það er enn þá eldgos yfirstandandi og hvort þetta sé aðeins tímabundið er erfitt að segja á þessum tímapunkti,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Athygli vekur að óróamælingar við Fagradalsfjall virðast hafa gengið niður í nótt. Þá er hraunflæði í eldgosinu í Geldingadölum ekki jafn greinilegt í dag og það hefur verið undanfarna daga. 

Vindur getur haft áhrif

„Það er erfitt að meta út af vindi í nótt. Líklega þurfa sérfræðingar að kanna þetta í fyrramálið – hvort virknin er að dragast saman eða ekki,“ segir Einar.

Óróamæling við Fagradalsfjall síðustu daga.
Óróamæling við Fagradalsfjall síðustu daga. Graf frá Veðurstofu Íslands

Einar segir að vindur geti haft áhrif á óróamælingar. „Það er erfitt að sjá á vefmyndavélum hvort draga sé úr virkninni, þar sem gígarnir hrundu smám saman saman í nótt. Stærri gígurinn stækkaði og breyttist í nótt – hann virðist hafa víkkað aðeins og hraunið sést ekki skvettast upp úr.“

Ef vindmælingar eru bornar saman við óróamælingar sést að vindhraði dettur niður eftir klukkan níu og fram að miðnætti. Óróinn fer þó stiglækkandi í nótt. 

„Þetta helst ekki alveg í hendur við vindmælinn okkar á svæðinu. Hvort samdrátturinn í óróa sé eingöngu vegna minnkandi vinds er ekki alveg hægt að segja til um núna en við sjáum það betur þegar líður á næsta sólarhring,“ segir Einar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert