Smitaður skipverji fluttur með sjúkraflugi á Landspítala

Sjúkraflug. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sjúkraflug. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skip­verji um borð í súráls­skipi á Reyðarf­irði, sem smitaður er af kór­ónu­veirunni, var í dag flutt­ur með sjúkra­flugi á Land­spít­ala. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi.

Þar seg­ir að tilefni flutn­ings­ins hafi verið viss versn­un ein­kenna, og því þótti rétt að flytja hann til ör­ygg­is á sjúkra­hús sam­kvæmt áður gerðri áætl­un.

Ástand hinna níu skip­verj­anna sem einnig eru smitaðir um borð telst stöðugt. Þeir skip­verj­ar sem ekki hafa greinst með smit munu skimaðir á morg­un, en það er gert í þriðja sinn frá komu skips­ins fyr­ir rúmri viku.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert