Umferð um gossvæðið lokað í kvöld

mbl.is/Kristinn Magnússon

Af ör­ygg­is­ástæðum hef­ur lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um ákveðið að loka fyr­ir um­ferð um Suður­strand­ar­veg að gosstöðvum í Geld­inga­döl­um klukk­an 21 í kvöld. Þá verða Geld­inga­dal­ir rýmd­ir fyr­ir klukk­an 24 eða á miðnætti.  

„Þörf er á að hvíla björg­un­arlið sem nú hef­ur staðið vakt­ina í rúma viku en ekki er sjálf­gefið að hægt verði að tryggja ör­yggi fólks seint um kvöld og að næt­ur­lagi við gosstöðvarn­ar í því marg­menni sem þar hef­ur verið síðustu daga,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Einnig seg­ir í til­kynn­ing­unni að til lok­ana geti komið á Suður­strand­ar­vegi fyr­ir­vara­laust ef stefn­ir í óefni með bíla­stæði á svæðinu eða ef það koma upp aðstæður sem krefjast taf­ar­lausra aðgerða af hálfu viðbragðsaðila.

„Vegna smit­hættu hef­ur sótt­varna­lækn­ir ein­dregið hvatt fólk til þess að vera heima og láta vera að heim­sækja eld­stöðvarn­ar. Þar sem eld­gosið virðist ekki vera á und­an­haldi ætti að gef­ast næg­ur tími til að berja það aug­um en ágæt­lega lít­ur út með veður á næstu dög­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að hlut­irn­ir hafi gengið vel til þessa og eng­inn slasast illa. „Við vilj­um vera á þeim stað áfram en til að tryggja það er nauðsyn á að hefta ei­lítið aðgang fólks eins og hér hef­ur verið lýst.“

Ákvörðun um opn­un Suður­strand­ar­veg­ar verður tek­in í fyrra­málið klukk­an 7.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka