Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 11 sjúkraflutningum vegna Covid-19 síðasta sólarhringinn.
Alls sinnti slökkviliðið tæplega 100 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn og dælubílar voru kallaðir út í þrígang. Meðal annars vegna umferðarslyss og gruns um eld sem reyndist svo vera minni háttar.