Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru tveir utan sóttkvíar. Tvö virk smit greindust í seinni sýnatöku á landamærunum.
Þetta kemur fram á covid.is en nýgengi innanlandssmita mælist nú 14,5. Nýgengi landamærasmita mælist 12.
Nú eru 108 í einangrun vegna Covid-19 og einn á sjúkrahúsi. 1.337 eru í sóttkví og 1.375 í skimunarsóttkví.
Alls voru 732 einkennasýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landspítala, 245 sóttkvíar- og handahófssýni og 679 við landamæraskimun.