Fjögur smit innanlands í gær

Fjölmargir hafa farið í skimun vegna Covid-19 undanfarna daga.
Fjölmargir hafa farið í skimun vegna Covid-19 undanfarna daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir greindust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær og voru tveir utan sóttkvíar. Tvö virk smit greind­ust í seinni sýna­töku á landa­mær­un­um.

Þetta kemur fram á covid.is en ný­gengi inn­an­lands­smita mæl­ist nú 14,5. Ný­gengi landa­mæra­smita mæl­ist 12.

Nú eru 108 í ein­angr­un vegna Covid-19 og einn á sjúkrahúsi. 1.337 eru í sótt­kví og 1.375 í skimun­ar­sótt­kví.

Alls voru 732 ein­kenna­sýni tek­in hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og Land­spít­ala, 245 sóttkvíar- og handahófssýni og 679 við landa­mæra­skimun.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert