Rekur veikindi til myglu í húsnæði

Kvennadeild Landspítalans.
Kvennadeild Landspítalans. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er að reyna að mæta í vinnuna þótt það sé stundum erfitt. Ég geri ekkert skemmtilegra en að vinna og langar að geta unnið þarna áfram. Það verður erfitt ef heilsan fer. Ég er kvíðin,“ segir kona sem starfar á fósturgreiningardeild kvennadeildar Landspítalans.

Grunur leikur á að mygla í húsnæðinu hafi valdið veikindum starfsfólks og jafnvel sjúklinga.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram á Alþingi skriflega fyrirspurn um myglu í húsnæði Landspítalans, hvar hennar hafi orðið vart, hversu margir veikindadagar séu vegna þess og hvað hafi verið gert til að uppræta mygluna. Segir Birgir við Morgunblaðið að tilefnið sé að hann hafi frétt af veikindum starfsfólks í húsnæði kvennadeildar.

Konan sem rætt var við starfar í elsta hluta húss kvennadeildar. Hún hefur átt við veikindi að stríða frá árinu 2018 og verið í veikindaleyfi langtímum saman. Hafa veikindin gengið nærri henni. Tengir hún veikindi sín við mygluvandamál enda bendi einkennin til þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert