Ástand Saltfiskstöflunar áhyggjuefni

Listaverkið Saltfiskstöflun eftir Sigurjón Ólafsson, sem stendur við Sjómannaskólann, hefur …
Listaverkið Saltfiskstöflun eftir Sigurjón Ólafsson, sem stendur við Sjómannaskólann, hefur látið verulega á sjá.

Listaverkið Saltfiskstöflun eftir Sigurjón Ólafsson, sem stendur við Sjómannaskólann, hefur látið verulega á sjá.

Hefur Birgitta Spur, handhafi höfundar- og sæmdarréttar listaverka Sigurjóns, lýst yfir áhyggjum sínum við borgaryfirvöld vegna þeirra skemmda sem lágmyndin gæti orðið fyrir vegna viðamikilla framkvæmda, sem fyrirhugaðar eru á svæðinu.

Í aðsendri grein, sem Birgitta skrifar í Morgunblaðið í dag, segir hún að verkið hafi látið verulega á sjá frá því að það var sett upp 1. desember 1953, enda þurfi það stöðugt eftirlit og mikið viðhald. Vísar hún jafnframt í álit listfræðingsins Jens Peter Munk, sem segir verkið hafa þýðingu fyrir bæði íslenska og danska listasögu. Þá sé það álit sérfræðinga að tímabært sé að huga að forvörnum þess, en sá möguleiki hefur verið nefndur að steypa myndina í brons.

Í grein Birgittu kemur fram að verkið hafi verið í umsjá Reykjavíkurborgar frá uppsetningu þess árið 1953. Hins vegar hafi ekki fengist svör frá borginni um hvernig hún hyggist verja verkið, og að nú í mars hafi skipulagsfulltrúi einungis sagt það ekki í eigu Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert