Dregið hefur úr skjálftavirkni undir Lambafelli í Þrengslum og lítið hefur komið út úr skoðun sérfræðinga Veðurstofunnar vegna skjálftanna. Þó liggur fyrir að þeir tengjast ekki niðurdælingu eða námuvinnu á svæðinu.
Þetta segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við mbl.is.
Haldi skjálftahrinan áfram verði málið skoðað betur, en skjálftar á þessu svæði séu ekki óalgengir og því geti verið um eðlilega skjálftavirkni að ræða.