Gagnrýnir sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, gagn­rýndi þær sótt­varnaaðgerðir sem rík­is­stjórn­in hef­ur gripið til í viðtali við Frétta­vakt­ina á Hring­braut í kvöld. Hún seg­ir að hér hafi stund­um verið farið full­hægt í að aflétta sótt­varnaaðgerðum.

„Á ein­hverj­um tíma­punkti hljót­um við að geta sagt: Jafn­vel þótt inn­an­lands séu ein­staka smit og á landa­mær­un­um komi upp ein­staka smit, að þá verði það bara allt í lagi og að af því stafi eng­in hætta. Þá þurf­um við að horfa á: Hvað þurf­um við að bólu­setja marga og hvaða hópa til þess að geta leyft okk­ur að svo sé?“ sagði ráðherra. 

Þór­dís var spurð hvort hér hefði of miklu verið lokað til að hefta út­breiðslu Covid-19.

„Mér hef­ur stund­um fund­ist við kannski full­lengi að aflétta og mér hef­ur fund­ist við taka svo­lít­inn snún­ing frá því að tala um að fletja út kúrfu og halda stjórn yfir í það að stefna að veiru­fríu landi sem er út­ópía,“ sagði ráðherra. 

„Við þurf­um að vera mjög vak­andi fyr­ir því að fara aft­ur til baka í fyrra horf og ég hugsa til dæm­is oft um hvaða for­dæmi við erum að setja.“

Spyr sjálf gagn­rýn­inna spurn­inga

Ráðherra tel­ur að aðrar aðgerðir en um­fangs­mikl­ar lok­an­ir skili mest­um ár­angri.

„Við sjá­um að það er smitrakn­ing, sótt­kví og skiman­irn­ar sem skila lang­mest­um ár­angri. Það er þannig sem við erum að ná að loka hringn­um þegar smit­in koma upp, en ekki bara þess­ar rosa­lega stóru aðgerðir og ákv­arðanir sem við för­um í hverju sinni,“ sagði Þór­dís.

Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir og Sigríður Á. Andersen við lyklaskipti …
Þór­dís Kol­brún Reykja­fjörð Gylfa­dótt­ir og Sig­ríður Á. And­er­sen við lykla­skipti í dóms­málaráðuneyt­inu á sín­um tíma. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sig­ríður Á. And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur ít­rekað lýst efa­semd­um um ákv­arðanir stjórn­valda í sótt­varna­mál­um. Spurð hvort hún sé sam­mála Sig­ríði seg­ir Þór­dís:

„Við erum með borg­ara­leg grund­vall­ar­rétt­indi fólks, sem við erum og fólk al­mennt frek­ar til­bú­in að af­henda í þessu ástandi. Það er bara ofboðslega viðkvæmt og vandmeðfarið og mér finnst mjög mik­il­vægt að við séum með radd­ir sem eru að spyrja óþægi­legra spurn­inga, erfiðra spurn­inga og gagn­rýn­inna spurn­inga. Það geri ég sjálf, bara á þeim vett­vangi sem ég er á, til dæm­is í rík­is­stjórn þar sem ákv­arðanir eru born­ar upp.“

Gengið mjög langt á landa­mær­un­um

Nú stend­ur til að farþegar frá lönd­um, þar sem ástand veirunn­ar er slæmt, verði skyldaðir til dval­ar í sótt­varna­húsi meðan á sótt­kví stend­ur. Þór­dís Kol­brún seg­ir að vart sé hægt að herða ráðstaf­an­ir á landa­mær­um frek­ar.

„Ég held að það sé ekki hægt að herða þær mikið frek­ar,“ seg­ir Þór­dís.

„Við get­um nátt­úr­lega ekki elt fólk inn í landið og út um allt en við erum að reyna að sauma í þessi göt á landa­mær­un­um og mér finnst við hafa gengið mjög langt í þeim efn­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert