Gosefni ógna ekki flugi á Suðvesturlandi

Gosefni frá Geldingadölum trufla ekki flugumferð.
Gosefni frá Geldingadölum trufla ekki flugumferð. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mælingar, sem Gylfi Árnason, aðjúnkt í verkfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur gert, sýna að gosefni, ryk og aska, úr eldgosinu í Geldingadölum hafi ekki áhrif á flugumferð Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar, eins og sakir standa.

Hann segir að mælingar á gösum í háloftunum sýni einnig að engin hætta sé fyrir flugumferð og að þær mælingar séu í samræmi við mælingar Veðurstofunnar. Gylfi hefur áður unnið slíkar rannsóknir, meðal annars vegna eldgossins í Holuhrauni.

„Ég hef bara farið eina ferð eins og er, en þá flugum við gegnum gosmökkinn og mældum efnasambönd og rykagnir og meginniðurstaðan er að við erum á sömu línu og veðurstofan þegar kemur að hve mikið brennisteinsdíoxíð kemur frá eldfjallinu. En við vorum kannski einir að mæla ryk eða ösku og hún er langt fyrir neðan það sem gæti ógnað flugumferð, þótt við séum í nálægð við tvo stóra flugvelli, Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkurflugvöll,“ segir Gylfi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Gylfi vinnur einnig að rannsóknum á flugkviku á því svæði þar sem fyrirhugaður flugvöllur í Hvassahrauni á að rísa. Það verkefni er unnið í samstarfi við Þorgeir Pálsson, prófessor emeritus í verkfræði við HR og fyrrum flugmálastjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert