Hundruð dróna í valnum

Ragnar með drónann sem hann náði til baka.
Ragnar með drónann sem hann náði til baka.

Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari varð fyrir því óhappi við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að missa samband við drónann sinn með þeim afleiðingum að hann skemmdist.

Hann var með tvo dróna á flugi og skemmdust þeir báðir, annar þeirra endaði í hrauninu og skilaði sér því ekki en Ragnar náði hinum til baka. Ragnar er ekki sá eini enda segist hann vita um tugi ef ekki hundruð eins tilfella. Hann hefur helst brenglun á segulsviði undir grun, vegna heitra málma sem spýtast út úr gosstróknum

Í Morgunblaðinu í dag segir Jón H. Arnarson drónaverkfræðingur að tvennt komi til greina. „Það sem er að gerast er að segulsviðið er að hafa áhrif á drónann, svo sannarlega. Það sem gerist er að kompásinn í drónanum ruglast og þá dettur dróninn úr GPS-sambandi. Þá fer dróninn í svokallaða ATTI-flugstillingu, þá hættir flugtölvan að aðstoða flugmanninn og dróninn byrjar að fjúka í burtu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert