Ísland vaknar við eldgosið

Eldgosið í Geldingadölum í Fagradalsfjalli.
Eldgosið í Geldingadölum í Fagradalsfjalli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Morgunþátturinn á K100, Ísland vaknar, verður í fyrramálið sendur út í beinni útsendingu frá eldgosinu í Geldingadölum, bæði með hljóði og mynd. Útsendingin hefst kl. 7, klukkutíma síðar en vanalega, og verður í beinni um allt land á FM-tíðni og einnig á k100.is, mbl.is og Rás 9 í Sjónvarpi Símans.

„Í vikunni var ákveðið að láta á það reyna að senda heilan þátt út frá virkri eldstöð. Eftir mikla leit á netinu hefur ekki tekist að finna einn útvarpsþátt sem beinlínis er með eldgos í bakgrunni,“ segir Jón Axel Ólafsson, einn þáttastjórnenda ásamt Ásgeiri Páli og Kristínu Sif.

Völundur Snær eldar í beinni

„Fjöldi manns kemur að verkefninu ásamt okkur, tæknimenn, aðstoðarfólk, fjarskiptasérfræðingar, ljósmyndarar og fleiri,“ segir Jón Axel en Völundur Snær matreiðslumeistari verður með í hópnum og ætlar að miðla af reynslu sinni. Jón Axel segir Völund einmitt þekktan fyrir að fara ekki troðnar slóðir þegar kemur að matseld við eldstöðvar.

„Tæknilega er verkefnið snúið, þar sem þátturinn er frekar hraður og gerir út á gleði en ekki alvarleg málefni, þótt oft sé einnig tekið á slíku í Ísland vaknar. Útsendingarstjórn fer fram bæði við gosstaðinn og í höfuðstöðvunum í Hádegismóum. Markmiðið er að halda sérstöðu K100 og morgunþáttarins alla leið, þótt þetta skemmtilega umhverfi sé valið,“ segir Jón Axel að endingu.

Jón Axel, Kristín Sif og Ásgeir Páll verða í beinni …
Jón Axel, Kristín Sif og Ásgeir Páll verða í beinni útsendingu í fyrramálið á K100 frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall. mbl.is
Tæknimenn hafa unnið hörðum höndum við að koma upp útsendingabúnaði …
Tæknimenn hafa unnið hörðum höndum við að koma upp útsendingabúnaði við eldgosið. mbl.is/Freyr Hákonarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert