Pantanir streymdu inn á áður ókunnum hraða í Snjallverslun Krónunnar nánast á meðan á sjónvarpsútsendingu ríkisstjórnarinnar stóð, þar sem tilkynnt var um hertar samkomutakmarkanir í samfélaginu síðasta miðvikudag.
Þetta segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, í samtali við Morgunblaðið og svipaða sögu er að segja af öðrum netverslunum. „Körfurnar eru að stækka, fólk er að kaupa meira inn í einu í gegnum netið.“
Mikill kippur kom einnig í netverslun Nettó „Nú förum við í rússibanareið sem mun svo finna sér nýtt jafnvægi þegar smitum fer að fækka aftur og tilslakanir verða,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, sem rekur Nettó, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.