Skoða stafræn samskipti vegna sprengjunnar

Lögreglan fer nú yfir símasamskipti þeirra sem grunaðir eru um …
Lögreglan fer nú yfir símasamskipti þeirra sem grunaðir eru um að hafa átt aðild að málinu. Ljósmynd/Wikipedia.org

Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú stafræn samskipti fjögurra aðila sem grunaðir eru um að hafa komið fyrir sprengju í Ólafsfjarðargöngum í síðustu viku. Spurður hvort lögreglan hafi vitneskju um málsatvik segir Bergur Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra:

„Það er ekkert nýtt í þessu til viðbótar við tilkynninguna sem við sendum út í síðustu viku. Rannsóknin heldur áfram, við eigum eftir að skoða þessi stafrænu sönnunargögn sem eru til,“ segir hann.

Eru það samskipti aðilanna eða staðsetning?

„Við erum að rannsaka símana þeirra,“ svarar hann.

Ekki unnt að fara fram á gæsluvarðhald

Fjórir á fertugs- og fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins en hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Málið er þó enn í rannsókn, að sögn Bergs.

Var ekki talin hætta á frekari sprengingum?

„Nei. Við erum allavega ekki með nógu mikið enn í höndunum til þess að fara fram á gæsluvarðhald. En málið er enn í rannsókn og við erum að afla gagna,“ svarar Bergur.

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á svæðinu í kjölfar þess að heimagerð sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum. Tjón af völd­um spreng­ing­ar­inn­ar er talið nema millj­ón­um króna og or­sakaði meðal ann­ars ljós­leysi í Ólafs­fjarðargöng­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert