Hækkandi styrkur svifryks og köfnunarefnis

Svifryk og útblástur frá ökutækjum er orðið að miklu vandamáli …
Svifryk og útblástur frá ökutækjum er orðið að miklu vandamáli á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/RAX

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í Reykjavík í dag.

Samkvæmt tilkynningu frá borginni sýndi mæling í mælistöðinni við Bústaðaveg/Háaleitisbraut klukkan 11 að styrkur svifryks á Grensásvegi væri 115 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 78 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni við Bústaðaveg/Háaleitisbraut var styrkur svifryks 86 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 21 míkrógrömm á rúmmetra.

Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og síðdegis þegar umferð er mest. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi. Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra og fyrir svifryk PM10 50 míkrógrömm á rúmmetra. 

Í dag er hægur vindur og götur þurrar og búist er við svipuðum veðurfarsaðstæðum næstu daga. Eru því líkur á svifryks- og köfn­un­ar­efn­is­díoxíðmeng­un einkum við um­ferðargöt­ur. Borgin tekur þó fram að búast megi við minni umferð yfir páskana og öðru umferðarmynstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert