Hættustig með einn inniliggjandi

Land­spít­ali er á hættu­stigi vegna sam­fé­lags­smita kór­ónu­veirunn­ar.
Land­spít­ali er á hættu­stigi vegna sam­fé­lags­smita kór­ónu­veirunn­ar. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Landspítali er áfram á hættustigi samkvæmt nýjustu ákvörðun farsóttanefndar sjúkrahússins. Hættustigi var lýst yfir fyrir viku og mun áfram gilda í vikunni.

Á vef Landspítala sagði áðan að spítalinn hefði verið færður aftur niður á óvissustig í stað hættustigs en þegar mbl.is hafði samband við aðstoðarmann forstjóra spítalans til að afla nánari upplýsinga um þá ákvörðun kom á daginn að um villu væri að ræða. Hún hefur verið leiðrétt á síðu spítalans.

Einn sjúklingur er inniliggjandi vegna Covid-19 með virkt smit á Landspítala en enginn er á gjörgæslu. 18 andlát urðu á Landspítala í 3. bylgju faraldursins sem hófst í haust en má segja að hafi lokið fyrr á þessu ári.

121 sjúklingur er í eftirliti Covid-19-göngudeildar, þar af 34 börn.

Komið hefur fram að 90% starfsfólks spítalans hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. 

Eftirfarandi ráðstafanir eru í gildi vegna neyðarstigsins:

Sjúk­ling­ar og gest­ir

  1. Heim­sókn­ir tak­mark­ast við einn gest á dag til hvers sjúk­lings. Há­marks­dvöl er ein klukku­stund. Brýnt er að heim­sókn­ar­gest­ir viðhafi per­sónu­leg­ar sótt­varn­ir, noti and­lits­grím­u, virði fjar­lægðarmörk (2 metra) og séu full­viss­ir um að þeir hafi eng­in ein­kenni sem sam­rýmst geta ein­kenn­um Covid-19.
  2. Á dag- og göngu­deild­um og öðrum meðferðarsvæðum gilda regl­ur um há­marks­fjölda í rými (10 manns) og eru sjúk­ling­ar beðnir að kynna sér aðstæður á þeim deild­um sem þeir eiga er­indi á.
  3. Ekki er gert ráð fyr­ir fylgd­ar­mönn­um með sjúk­ling­um sem leita meðferða á dag- og göngu­deild­um á spít­al­an­um, nema í sér­stöku sam­ráði við viðkom­andi deild­ir.
  4. Sé flutn­ing­ur sjúk­lings á aðra stofn­un fyr­ir­hugaður skal taka af hon­um sýni áður en flutn­ing­ur fer fram.

Starfs­fólk

Starfs­fólk er beðið að huga sér­stak­lega að per­sónu­leg­um sótt­vörn­um, notk­un and­lits­grímu alltaf og alls staðar og virða fjar­lægðarmörk og fjölda­tak­mark­an­ir í kaffi­stof­um og mat­söl­um spít­al­ans. Áréttað er að regl­ur gilda um allt starfs­fólk, bólu­sett jafnt sem óbólu­sett, sem og aðra þá sem hafa mót­efni gegn Covid-10

  1. Því er beint til starfs­fólks að sinna vinnu sinni í fjar­vinnu, sé þess nokk­ur kost­ur, í sam­ráði við sína stjórn­end­ur.
  2. Fund­ir skulu vera á fjar­funda­formi.
  3. Starfs­fólk er ein­dregið hvatt til að forðast ferðalög næstu vik­ur og gæta fyllstu varúðar inn­an og utan vinnustaðar.
  4. Verði starfsmaður var við minnstu ein­kenni skal hann óska eft­ir sýna­töku hjá starfs­manna­hjúkr­un­ar­fræðingi (starfs­manna­hukrun@land­spitali.is). Þetta gild­ir einnig um bólu­setta starfs­menn.
  5. Kaffi­stof­ur starf­sein­inga fara aft­ur í fyrra horf, fjöldi tak­mark­ast af fjar­lægðarmörk­um - miðað er við 2 metra.
  6. Taka skal sýni hjá sjúk­ling­um sem flytj­ast á milli stofn­ana.
  7. Gert er ráð fyr­ir breyt­ing­um á fram­leiðslu mat­ar í mat­söl­um og er starfs­fólk beðið um að fylgj­ast með til­kynn­ing­um og fylgja fyr­ir­mæl­um í mat­söl­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert